Reynismenn fá tvo leikmenn

Reynismenn fá tvo leikmenn 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Knattspyrnudeild Reynis hefur samið við tvo leikmenn, þá Ægi Þór Viðarsson og Einar Sæþór Ólason. Báðir eru þeir af Suðurnesjum en þeir léku alla yngri flokka og upp í 2. flokk með Keflavík. Þeir hafa verið við æfingar frá því síðasta haust og hafa núna skrifað undir samning út tímabilið 2022.

Ægir Þór er 20 ára framherji en hann lék síðasta sumar með sameiginlegum 2. flokki Keflavíkur/Reynis og Víðis. Einar er 20 ára varnarmaður sem lék á síðasta tímabili með liði RB úr Reykjanesbæ, þar áður lék hann með Keflavík.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis býður þá félaga hjartanlega velkomna og hlakkar til að sjá þá á vellinum í sumar.