Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur knattspyrnudeildar Reynis fór fram í Reynisheimlinu við Stafnesveg föstudaginn 18. nóvember sl. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og má sjá fundargerð í heild sinni hér að neðan.

Á fundinum urðu breytingar á stjórn knattspyrnudeildar en þeir Sigursveinn Bjarni Jónsson og Hannes Jón Jónsson ákváðu að stíga til hliðar. Inn í stjórnina komu í þeirra stað Valdís Fransdóttir og Ómar Svavarsson.

Nýkjörin stjórn knattspyrnudeildar Reynis vill nota tækifærið og þakka þeim Sigursveini og Hannesi fyrir ómetanlegt framlag til knattspyrnustarfs í Sandgerði síðustu ár.

Á fundinum voru eftirtaldir aðilar kjörnir í stjórn knattspyrnudeildar Reynis:

Andri Þór Ólafsson, formaður
Hjördís Ósk Hjartardóttir: varaformaður
Margrét Bjarnadóttir, gjaldkeri
Valdís Fransdóttir, ritari
Björn Ingvar Björnsson: meðstjórnandi
Ásdís Ösp Ólafsdóttir: meðstjórnandi
Ástrós Jónsdóttir: meðstjórnandi
Ómar Svavarsson: varamaður
Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir: varamaður
Jóhann Jóhannsson: varamaður

fundargerð-aðalfundur ksd 2022