Ný-Fiskur á búningum Reynis út árið 2026

Ný-Fiskur á búningum Reynis út árið 2026 2383 1407 Knattspyrnufélagið Reynir

Á dögunum undirrituðu Andri Þór Ólafsson, formaður ksd. Reynis og Hörður Sveinsson, sölu- og markaðsstjóri Ný-Fisks, endurnýjaðan samstarfs- og styrktarsamning sem gildir út árið 2026. Ný-Fiskur verður því áfram einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og mun merki þeirra prýða búninga meistaraflokks áfram næstu þrjú árin.

Stuðningur Ný-Fisks er ksd. Reynis gríðarlega mikilvægur til að viðhalda þeirri glæsilegu umgjörð sem byggst hefur upp á síðustu árum. Stjórn ksd. Reynis þakkar stuðninginn á liðnum árum og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.