Julio Cesar í Reyni

Julio Cesar í Reyni 1000 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Brasilíski sóknarmaðurinn Julio Cesar Fernandes hefur skrifað undir samning við Reyni um að leika með liðinu í 3. deild karla á komandi tímabili. Hann lék með KF í 2. deildinni í fyrra og skoraði þar 16 mörk í 20 leikjum.  Julio er 26 ára og hefur meðal annars verið á mála hjá liðum í Brasilíu, Finnlandi og Svíþjóð.

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis býður Julio hjartanlega velkominn og hlakkar til að sjá hann í Reynistreyjunni á komandi tímabili.