Knattspyrnudeild Reynis fékk á dögunum hjartastuðtæki að gjöf frá Lagnaþjónustu Suðurnesja. Tækið er af tegundinni Samaritan PAD500 og er af fullkomnustu gerð. Auk þess að vera hjartastuðtæki þá leiðbeinir tækið notanda með endurlífgunarráðgjöf en þessi búnaður getur verið mjög mikilvægur ef illa fer og eykur öryggi iðkenda og áhorfenda til muna.
Í framhaldi af þessari gjöf er á áætlun á nýju ári að leikmönnum meistaraflokks, þjálfurum allra flokka, stjórn og öðrum sjálfboðaliðum verði boðið á skyndihjálparnámskeið þar sem farið verði yfir helstu atriði fyrstu hjálpar.
Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis er mjög þakklát Rúnari Helgasyni og hans félögum hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja fyrir þessa dýrmætu gjöf, sem þó þarf vonandi aldrei að nota.