Silfur í Fótbolta.net mótinu

Silfur í Fótbolta.net mótinu 1170 876 Knattspyrnufélagið Reynir

Reynismenn léku í gær úrslitaleik í C deild Fótbolta.net mótsins gegn Haukum og fór leikurinn fram í Skessunni Hafnarfirði. Lið Hauka byrjaði betur og voru sterkari aðillinn fyrstu 30 mínútur leiksins. Það skilaði þeim tveimur mörkum og var staðan því 2-0 fyrir Haukum þegar flautað var til leikhlés.

Reynismenn komu vel gíraðir inn í síðari hálfleik og var mun meira jafnræði með liðunum. Sæþór Ívan Viðarsson skoraði fyrir Reyni um miðjan síðari hálfleik og voru okkar menn óheppnir að jafna ekki undir lokin. Niðurstaðan 2-1 tap og Reynismenn taka því silfrið í Fótbolta.net mótinu þetta árið.

Luka Jagacic þjálfari Reynis var í viðtali við Fótbolta.net eftir leik, viðtalið má sjá hér.

Lengjubikarinn hefst næstu helgi og er fyrsti leikur Reynismanna gegn Þrótti Reykjavík á Eimskipsvellinum í Laugardal, laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00