Knattspyrna

Elfar næstu tvö tímabilin

Elfar næstu tvö tímabilin 4032 3024 Knattspyrnufélagið Reynir

Sandgerðingurinn ungi og efnilegi, Elfar Máni Bragason hefur samið við Reyni um að spila með liðinu til næstu tveggja tímabila. Elfar er fæddur árið 2004 og varð því 18 ára á árinu. Hann hefur alla tíð leikið með Reyni og á að baki 43 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Síðustu ár hefur Elfar leikið með sameiginlegum 2. flokki Keflavíkur/Reynis/Víðis ásamt því að spila með meistaraflokki Reynis.

Elfar lenti í slæmum meiðslum í byrjum síðasta sumars en hann kom aftur til baka í síðasta leik Reynis gegn KFA í september og skoraði þar eitt mark.

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis fagnar þessum tíðindum og hlakkar til að sjá Elfar í Reynistreyjunni næstu tvö árin.

Dregið í Jólalukku Reynis

Dregið í Jólalukku Reynis 1800 825 Knattspyrnufélagið Reynir

Dregið var í Jólalukku Reynis í gær, mánudaginn 19. desember.

Vinningar komu á eftirtalin númer:

1 Icelandair Cargo – 50.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair 177
2 Hótel Örk – gisting fyrir tvo í superior herbergi með morgunverði 540
3 Duus – gisting fyrir tvo með sjávarsýn 426
4 VSFS – vikudvöl í orlofshúsi 276
5 Ice Fish – 20.000. kr gjafabréf hjá S4S & Nesmúr – 10.000 kr. Bónuskort 58
6 Heimilistæki – JBL hátalari & Nesmúr – 10.000 kr. Bónuskort 449
7 Rétturinn – 10 skipta kort + BYKO – nuddtæki 335
8 Ársmiði á Bluevöllinn & BYKO – nuddtæki 41
9 Jói Útherji – 10.000 kr. Gjafabréf & Olís – bónpakki 376
10 GSG – gjafabréf & Sólning – gjafabréf í umfelgun 343
11 GSG – gjafabréf & Hekla – gjafakassi 241
12 Húsasmiðjan – 4 stk.jólastjörnur & Happy Hips – gjafakarfa 369
13 Steinabón – bílaþvottur & Sólning – gjafabréf í umfelgun 483
14 Toyota – bílaþvottur & Kaffi Krús – 5.000 kr. Gjafabréf 357
15 ESJ – 10.000 kr. Bónuskort & Matarkjallarinn – 3ja rétta hádegisverður 501
16 ESJ – 10.000 kr. Bónuskort & Spez – gjafapakki 115
17 ESJ – 10.000 kr. Bónuskort & Langbest – gjafabréf 535
18 TOS – 10.000 kr. Bónuskort & Kaffi Krús – gjafabréf 479
19 Blue Carrental – bílaþvottur // Brons – 5.000 kr. Gjafabréf 406
20 Blue Carrental – bílaþvottur // Brons – 5.000 kr. Gjafabréf 532
21 Ferðaþjónusta Reykjaness – 10.000 kr. gjafabréf á KEF Resturant & Samkaup – glaðningur 463
22 TOS – 15.000 kr. Bónuskort 159
23 TOS – 15.000 kr. Bónuskort 386
24 RafSparri – 15.000 kr. Gjafabréf 57
25 RafSparri – 15.000 kr. Gjafabréf 333
26 900 Grillhús Vestmannaeyjar – 10.000 kr. gjafabréf & Samkaup – glaðningur 202
27 900 Grillhús Vestmannaeyjar – 10.000 kr. gjafabréf & Ice Fish – gjafabréf í rush 90
28 901 Grillhús Vestmannaeyjar – 10.000 kr. gjafabréf & Ice Fish – gjafabréf í rush 284
29 900 Grillhús Vestmannaeyjar – 10.000 kr. gjafabréf & Anne Lise – Sörur 30
30 900 Grillhús Vestmannaeyjar – 10.000 kr. gjafabréf & Samkaup – glaðningur 367
31 GEO Silica – Gjafapakki & KEF Resturant – 5.000 kr. Gjafabréf 10
32 GEO Silica – Gjafapakki & Vörudreifing – 5.000 kr. Gjafakort 509
33 Atlantik – kortaveski & Sjávarsetrið – hamborgari og drykkur fyrir tvo 619
34 Atlantik – kortaveski & Sjávarsetrið – hamborgari og drykkur fyrir tvo 485
35 Bókhald og vit  – 10.000 kr. Bónuskort & Issi Fish and Chips  – 2x máltíð 352
36 Bókhald og vit  – 10.000 kr. Bónuskort & Issi Fish and Chips  – 2x máltíð 158
37 Sporthúsið Ásbrú – mánaðarkort // Stafnes Harðfiskur 1
38 Sporthúsið Ásbrú – mánaðarkort // Stafnes Harðfiskur 20
39 Sporthúsið Ásbrú – mánaðarkort // Stafnes Harðfiskur 349
40 Íþróttamiðstöðin í Sandgerði – mánaðarkort & Stafnes Harðfiskur 199
41 Íþróttamiðstöðin í Sandgerði – mánaðarkort & Stafnes Harðfiskur 242

Hægt verður að vita vinninga í Reynisheimilinu fimmtudaginn 22. desember frá kl 17-18. Einnig er hægt að hafa samband í síma 698-5283 (Hjördís) til 31. janúar 2023.

Takk enn og aftur fyrir stuðninginn og við óskum vinningshöfum innilega til hamingju!

Ársæll framlengir við Reyni

Ársæll framlengir við Reyni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Sandgerðingurinn Ársæll Kristinn Björnsson hefur framlengt samning sinn við Reyni og gildir samningurinn út tímabilið 2023. Ársæll er 23 ára gamall miðjumaður en hann á að baki 62 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 6 mörk.

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Ársæl á komandi tímabili.

Óðinn tekur slaginn áfram

Óðinn tekur slaginn áfram 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Varnarmaðurinn Óðinn Jóhannsson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild Reynis um að leika með liðinu í 3. deild karla á næsta tímabili.

Óðinn er 25 ára Keflvíkingur en hann á að baki 109 leiki í meistaraflokki og þar af 91 leik með Reyni en hann spilaði 13 leiki í 2. deild karla á síðasta tímabili. Óðinn hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðustu ár en er nú alfarið kominn heim til Íslands.

Stjórn knattpyrnudeildar Reynis fagnar þessum tíðindum og hlakkar til að sjá Óðinn á vellinum á komandi tímabili.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar 940 600 Knattspyrnufélagið Reynir

Aðalfundur knattspyrnudeildar Reynis fór fram í Reynisheimlinu við Stafnesveg föstudaginn 18. nóvember sl. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og má sjá fundargerð í heild sinni hér að neðan.

Á fundinum urðu breytingar á stjórn knattspyrnudeildar en þeir Sigursveinn Bjarni Jónsson og Hannes Jón Jónsson ákváðu að stíga til hliðar. Inn í stjórnina komu í þeirra stað Valdís Fransdóttir og Ómar Svavarsson.

Nýkjörin stjórn knattspyrnudeildar Reynis vill nota tækifærið og þakka þeim Sigursveini og Hannesi fyrir ómetanlegt framlag til knattspyrnustarfs í Sandgerði síðustu ár.

Á fundinum voru eftirtaldir aðilar kjörnir í stjórn knattspyrnudeildar Reynis:

Andri Þór Ólafsson, formaður
Hjördís Ósk Hjartardóttir: varaformaður
Margrét Bjarnadóttir, gjaldkeri
Valdís Fransdóttir, ritari
Björn Ingvar Björnsson: meðstjórnandi
Ásdís Ösp Ólafsdóttir: meðstjórnandi
Ástrós Jónsdóttir: meðstjórnandi
Ómar Svavarsson: varamaður
Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir: varamaður
Jóhann Jóhannsson: varamaður

fundargerð-aðalfundur ksd 2022

Sindri áfram í Reynistreyjunni

Sindri áfram í Reynistreyjunni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Það gleður okkur að tilkynna að varnarmaðurinn knái Sindri Lars Ómarsson hefur skrifað undir samning við Reyni um að leika með félaginu í 3. deild karla á komandi tímabili. Þessi 24 ára Sandgerðingur hefur leikið allan sinn feril með Reyni en hann á að baki 165 leiki fyrir félagið.

“Ég er hrikalega spenntur fyrir komandi tímabili og er fullur tilhlökkunar að taka slaginn áfram með mínu heimaliði.” sagði Sindri við undirritun samningsins.

Stjórn KSD Reynis lýsir yfir ánægju sinni með samkomulagið og hlakkar til að sjá Sindra í Reynistreyjunni á næsta tímabili.

Einar og Ægir framlengja

Einar og Ægir framlengja 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Leikmennirnir Einar Sæþór Ólason og Ægir Þór Viðarsson hafa framlengt samninga sína við Reyni en þeir komu báðir til Reynis fyrir síðasta tímabil og léku með liðinu í 2. deild karla.

Ægir er 20 ára sóknarmaður, uppalinn í Keflavík, en hann lék 18 leiki á síðasta tímabili og þar af 10 leiki í 2. deild.

Einar er 21 árs varnarmaður, uppalinn í Keflavík og lék með liði RB áður en hann kom til félagsins. Hann á að baki 30 leiki í meistaraflokki og þar af 17 leiki með Reyni.

Stjórn KSD Reynis fagnar því að þessir öflugu leikmenn verði áfram hjá félaginu og hlakkar til að sjá klæðast hvítu treyjunni á komandi tímabili.

Alexander aðstoðar Ray

Alexander aðstoðar Ray 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Alexander Magnússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Alexander er 33 ára Njarðvíkingur og á 182 leiki að baki í meistaraflokki með Njarðvík, Keflavík, Grindavík, Þrótti V. og Kórdrengjum. Hann hefur síðustu ár þjálfað 2. flokk Njarðvíkur ásamt því að sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks.

Alexander verður Ray innan handar sem aðstoðarþjálfari liðsins en hann mun einnig sjá um styrktarþjálfun meistaraflokks.

“Ég er mjög ánægður með að taka þetta skref á mínum þjálfaraferli. Við Ray þekkjumst vel og höfum unnið saman áður sem þjálfarar hjá sameiginlegu liði 2. flokks hjá Njarðvík og Grindavík. Ég er spenntur fyrir því að hefjast handa og leggja mitt af mörkum til fótboltans í Sandgerði.” sagði Alexander af þessu tilefni

Stjórn knattspyrnudeildar lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og hlakkar til samstarfsins á komandi árum.

Benni áfram í Reyni

Benni áfram í Reyni 2560 1920 Knattspyrnufélagið Reynir

Varnarmaðurinn Benedikt Jónsson hefur samið við Reyni um að leika með liðinu út næsta keppnistímabil. Benni, sem er 25 ára Keflvíkingur, kom fyrst til Reynis árið 2020 en hann hefur síðan leikið 61 leik með liðinu í öllum keppnum og fest sig í sessi sem lykilmaður í hópnum.

“Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Mér líður vel í Sandgerði og það var ekki spurning um að taka slaginn hérna áfram.” sagði Benni af þessu tilefni.

Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis bindur miklar vonir við framlag Benna á komandi tímabili og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Ray tekur við Reyni

Ray tekur við Reyni 2048 1536 Knattspyrnufélagið Reynir

Ray Anthony Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Reynis til næstu tveggja ára. Ray ætti að vera flestu knattspyrnufólki kunnugur en hann lék 336 leiki með Grindavík, Keflavík og GG á sínum ferli. Einnig á hann yfir 30 landsleiki fyrir Filippseyjar.

Á þjálfaraferlinum hefur hann þjálfað lið GG, meistaraflokk kvenna hjá Grindavík og núna síðast yngri flokka félagsins. Ray er með UEFA A þjálfararéttindi.

“Það er ánægjulegt að hafa tekið þetta skref að þjálfa Reyni Sandgerði þar sem þetta er mikill fótbolta bær.
Ég hlakka til að byrja, hitta strákana og hefja samstarfið með stjórninni.” sagði Ray við undirskrift í dag

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis býður Ray hjartanlega velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins næstu árin.