Það gleður okkur að tilkynna að knattspyrnudeild Reynis og sóknarmaðurinn knái, Elfar Máni Bragason, hafa komist að samkomulagi um að Elfar verður áfram í herbúðum okkar á komandi tímabili.
Elfar, sem er 17 ára Sandgerðingur, hefur leikið 33 mótsleiki og skorað í þeim 4 mörk fyrir meistaraflokk Reynis.
Hann lék upp yngri flokkana með Reyni/Víði og undanfarin tvö ár með sameiginlegu liði Keflavíkur/Reynis/Víðis í 2. flokki.
Elfar er frábær leikmaður með mikinn metnað og verður einkar spennandi að fylgjast með honum næstkomandi keppnistímabil.
Stjórn ksd. Reynis fagnar samkomulaginu og hlakkar til samstarfsins.
Meistaraflokkur karla hóf æfingar á nýja gervigrasinu við Reykjaneshöllina núna í byrjun nóvember. Reynismenn tóku léttan æfingaleik við lið RB úr Reykjanesbæ nú í kvöld og voru myndirnar hér að neðan teknar af því tilefni en eins og sjá má á myndunum þá kyngdi snjó niður alla æfinguna.
Gervigrasið við Reykjaneshöllina er nauðsynleg viðbót við annars frábæra aðstöðu til íþróttaiðkunnar í Reykjanesbæ en svæðið er vel nýtt alla daga og öll kvöld. Leikmenn allra flokka Reynis bíða spenntir eftir að sambærileg aðstaða rísi innan þéttbýlismarka Suðurnesjsbæjar og er engin vafi á að sú aðstaða muni nýtast vel í nánustu framtíð.
Knattspyrnudeild Reynis ásamt barna og unglingaráði stóðu fyrir happdrætti nú á dögunum og var dregið síðdegis í dag, mánudaginn 15.nóvember 2021. Hér að neðan eru vinningsnúmerin í ár. Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum kærlega fyrir stuðninginn!
Hægt verður að nálgast vinninga á næstu dögum og munum við auglýsa það sérstaklega.
1 Icelandair Cargo – Gjafabréf 50.000 kr. hjá Icelandair | 203 |
2 Hótel Vellir/900 Grill-Sportbar – Gjafabréf 50.000 kr. | 196 |
3 Ice-Fish – Gjafabréf hjá 66 Norður 35.000 kr. | 403 |
4 Ice-Fish – Gjafabréf hjá 66 Norður 35.000 kr. | 236 |
5 VSFS – Vikudvöl í orlofshúsi | 97 |
6 VSFS – Vikudvöl í orlofshúsi | 334 |
7 Orkustöðin – 3 mánaða kort í hóptímasal Orkufit og Yoga | 258 |
8 Orkustöðin – 3 mánaða kort í tækjasal + æfingaprógram | 548 |
9 DUUS – Gisting með morgun- og kvöldverði. | 331 |
10 Hótel Örk – Gisting með morgunverði. | 559 |
11 Airport Associates – Gjafabréf 25.000 kr á Fisk-/Grillmarkaðnum | 357 |
12 Nesmúr – Gjafakort í Bónus 20.000 kr. | 465 |
13 Flatfiskur – Gjafakort í Kringlunni 20.000 kr. | 47 |
14 Íþróttamiðstöðin í Sandgerði – mánaðarkort í þrek + Taska frá Jako | 5 |
15 Íþróttamiðstöðin í Sandgerði – mánaðarkort í þrek + Sportvörur – Gjöf | 534 |
16 Golfklúbbur Sandgerðis – hringur + hamborgari og drykkur fyrir tvo | 456 |
17 Golfklúbbur Suðurnesja – Gjafabréf fyrir tvo 18 holur á Hólmsvelli. | 2 |
18 Fiskfélagið – Gjafabréf + Illverk áskrift | 527 |
19 Tölvulistinn – JBL bluetooth hátalari + Bakpoki frá Jako | 241 |
20 BYKO – Pallahitari + KFC – Gjafabréf | 429 |
21 BYKO – Kjöthitamælir + KFC – Gjafabréf | 355 |
22 Bláa Lónið – Premium aðgagnur fyrir tvo + Húðvörur | 62 |
23 Bláa Lónið – Premium aðgagnur fyrir tvo + Húðvörur | 557 |
24 Fúsi Sértak – Gjafabréf 10.000 kr. í BYKO + Taska frá Jako | 531 |
25 Fúsi Sértak – Gjafabréf 10.000 kr. í BYKO + Bakpoki frá Jako | 20 |
26 Samkaup – Gjafabréf 10.000 kr. | 442 |
27 Samkaup – Gjafabréf 10.000 kr. | 525 |
28 ESJ – Gjafakort í Bónus 10.000 kr. + Icewear – Gjafabréf | 459 |
29 ESJ – Gjafakort í Bónus 10.000 kr. + 900 Grill/Sportbar – Gjafabréf | 178 |
30 Útfaraþjónusta Suðurnesja – Gjafakort í Bónus 10.000 kr. – Green Salad Story – Gjafabréf | 51 |
31 Piccolo – Gjafabréf 10.000 kr. + Gulli Arnar Bakari – Gjafabréf | 470 |
32 Ferðaþjónusta Reykjaness – 10.000 kr gjafabréf á KEF restaurant | 359 |
33 Matarkjallarinn – Gjafabréf + Þarf alltaf að vera grín – áskrift | 389 |
34 Þrír Frakkar – Gjafabréf + Þarf allta að vera grín – áskrift | 529 |
35 Snyrtistofan Vallý – Dekur + 900 Grill-Sportbar – Gjafabréf | 526 |
36 Spes – Gjafapoki + 900 Grill-Sportbar – Gjafabréf | 200 |
37 Hárfaktorý – Gjafapoki + 900 Grill-Sportbar – Gjafabréf | 128 |
38 Draumórar – Gjafabréf + 900 Grill-Sportbar – Gjafabréf | 397 |
39 Víkurbásar – Vikuleiga í barnabás + Spilavinir – fjölskylduspil | 567 |
40 Víkurbásar – Vikuleiga í barnabás + Spilavinir – fjölskylduspil | 132 |
41 Víkurbásar – Vikuleiga í fullorðinsbás + Antons Mamma Mía – Gjafabréf | 290 |
42 Víkurbásar – Vikuleiga í fullorðinsbás + Antons Mamma Mía – Gjafabréf | 341 |
43 Toyota – Gjafabréf í smurningu + Langbest – Gjafabréf | 244 |
Það gleður okkur að tilkynna að reynslumesti Sandgerðingurinn í okkar leikmannahóp, Birkir Freyr Sigurðsson, hefur framlengt samning sinn við okkur út næstkomandi tímabil.
Birkir, sem er 29 ára gamall varnarmaður, hefur leikið 288 mótsleiki á ferlinum og skorað í þeim 33 mörk.
Þetta verður því ellefta keppnistímabilið sem Birkir klæðist Reynistreyjunni, en hann hefur einnig leikið tvö tímabil með nágrönnum okkar úr Njarðvík.
Birkir er ákaflega mikilvægur hluti af okkar hóp, hefur mikla reynslu miðað við aldur og hefur margoft borið fyrirliðabandið og farið fyrir okkar mönnum.
Stjórn ksd. Reynis fagnar því að Birkir taki slaginn með okkur áfram og hlakkar til að sjá hann á vellinum á komandi tímabili.
Mynd: Fótbolti.net
Það gleður okkur að tilkynna að varnarjaxlinn Benedikt Jónsson hefur framlengt samning sinn við okkur til loka næsta tímabils. Benni, sem er 24 ára Keflvíkingur, hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með okkur, alls 49 leiki og hefur skorað í þeim 1 geggjað mark. Benni er mikill stríðsmaður sem gefur aldrei tommu eftir á vellinum og ákaflega mikilvægur karakter í okkar hóp. Stjórn ksd. Reynis fagnar því að hafa Benna áfram í okkar herbúðum og hlakkar til að sjá hann í Reynistreyjunni næstkomandi tímabil.
Mynd: Hafliði Breiðfjörð – Fótbolti.net
Það er stjórn KSD Reynis sönn ánægja að tilkynna að fyrirliðinn Strahinja Pajic hefur samið við Reyni út tímabilið 2023.
Strax, eins og hann er oft kallaður, hefur verið lykilmaður frá því að hann kom fyrst til liðsins árið 2017. Hann hefur leikið 84 leiki í hvítu treyjunni og hefur skorað í þeim 15 mörk.
“Ég er mjög spenntur fyrir mínu fimmta tímabili með Reyni og er stoltur að vera hluti af þessu frábæra félagi og fjölskyldu. Ég get ekki beðið eftir að leika fyrir liðið á næsta tímabili”, sagði Strahinja af þessu tilefni.
Luka Jagacic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Reynis til næstu tveggja ára. Luka ætti að vera öllu Reynisfólki kunnugur en kom upphaflega til félagins sem leikmaður árið 2019. Hann lenti í því óláni að rífa liðþófa og lék því ekki með liðinu. Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks síðar sama ár.
Luka er með UEFA B þjálfararéttindi og er á lokasprettinum með UEFA A réttindin.
“Ég er mjög ánægður og spenntur fyrir þessari áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og liðinu og veit að við munum eiga frábært tímabil saman.”, sagði Luka Jagacic við undirritun samnings í Reynisheimilinu í dag.
Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Luka.
Á dögunum rann út ráðningarsamningur milli knattspyrnudeildar Reynis og Haraldar Freys Guðmundssonar um þjálfun meistaraflokks karla. Halli hefur staðið vaktina með okkur frá því haustið 2017. Óhætt er að segja að hann hafi verið farsæll í sínum störfum fyrir félagið á þessum 4 árum.
Hann tók við liðinu í 4. deildinni og skilar því nú af sér í 2. deild. Stjórn ksd. Reynis bauð Haraldi áframhaldandi samning strax að loknu síðastliðnu keppnistímabili. Halli hefur hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og taka næstu skref á þjálfaraferli sínum.
Stjórn ksd. Reynis vill nýta tækifærið og þakka Halla kærlega fyrir frábær ár hjá félaginu. Halli mun alltaf eiga stað í hjarta Reynisfólks. Við óskum honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Lokahóf Knattspyrnudeildar Reynis var haldið í Reynisheimlinu laugardagskvöldið 19. september sl. Maggi Þóris á Réttinum bauð upp á glæsilegt hlaðborð og kom Jón Jónsson í heimsókn og skemmti gestum vel.
Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir tímabilið. Þrír aðilar voru með 8 mörk í deildinni í sumar en af þeim þremur spilaði Hörður Sveinsson fæstar mínútur og var því markahæsti leikmaðurinn. Hinir tveir með 8 mörk voru þeir Kristófer Páll Viðarsson og Ivan Prskalo. Á hverju tímabili velja þjálfarar efnilegasta leikmanninn og að þessu sinni völdu þeir Sæþór Ivan Viðarsson. Handhafar stuðningsmannakorta kjósa ár hvert leikmann ársins á síðasta heimaleik sumarsins og var Rúnar Gissurarson valinn með miklum yfirburðum. Einnig kjósa leikmenn sín á milli um besta leikmann tímabilsins og völdu þeir einnig Rúnar. Stuðningsmenn ársins 2021 voru þeir Ástvaldur Ragnar Bjarnason og Árni Þór Rafnsson. Þeir félagar hafa stutt vel við félagið og eru ómissandi hluti af hópnum.
Rúnar Gissurarson og Sindri Lars Ómarsson fengu viðurkenningu fyrir 100 leiki fyrir félagið. Sindri náði þeim áfanga í útileik gegn Þrótti Vogum en Rúnar náði 100 leikjum í síðasta leik sumarsins gegn ÍR.
Stjórn Knattspyrnudeildar Reynis þakkar öllum þeim sem hafa komið að starfinu í sumar, þjálfurum, leikmönnum og sjálfboðaliðum fyrir sitt ómetanlega starf. Lifi Reynir!
Reynismenn tóku á móti Knattspyrnufélagi Vestubæjar á Blue vellinum á fimmtudaginn. Í fyrri hálfleik voru leikmenn KV ívið sterkari án þess að skapa sér mörg hættuleg færi en í seinni hálfleik opnuðust hins vegar allar flóðgáttir og voru fimm mörk skoruð. KV komst strax yfir eftir 7 mínútna leik í síðari hálfleik þegar Grímur Ingi Jakobsson kom boltanum í netið framhjá Rúnari. Reynismenn svöruðu 9 mínútum síðar með laglegu marki frá Ivan Prskalo. Á 76. mínútu fengu Reynismenn vítaspyrnu þegar Magnús Þórir var sparkaður niður í teignum. Magnús Sverrir fór á línuna og skoraði af miklu öryggi. Á næstu 10 mínútum skoraði Kristófer Páll tvö glæsileg mörk og tryggði Reynismönnum stigin þrjú.
Myndir: Víkurfréttir / Hilmar Bragi